„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 12:29 Jón Arnór í Valstreyjunni. vísir/sigurjón Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“ Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14