Vel er fylgst með geymslu á ammóníum nítrat-áburði hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 12:10 Hafnarsvæði Beirút er rústir einar eftir sprengingu gærdagsins. Getty/Daniel Carde Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra. Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra.
Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira