Hvetur fólk til að fagna Hinsegin dögum heima Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 21:56 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson í Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning fer fram í tengslum við Hinsegin daga í ár. Vísir Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“ Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“
Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira