Hvetur fólk til að fagna Hinsegin dögum heima Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 21:56 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson í Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning fer fram í tengslum við Hinsegin daga í ár. Vísir Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“ Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“
Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira