Skíthræddir við Benna Ólsara Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Hjálmar og Helgi hafa slegið í gegn með hlaðvarpinu HÆHÆ. Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira