„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 11:30 Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið. Getty Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni.
Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu).
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira