Aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum fráleitar Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 15:50 Vegagerðin neitar ásökunum og segir gagnsæi ekki hafa skort í forvalinu. Vísir Vegagerðin hefur gefið út yfirlýsingu eftir að kærunefnd útboðsmála felldi úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þátttakendum í forvali hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Sautján aðilar tóku þátt í forvalinu og voru sex þeirra valdir til frekar þátttöku í ferlinu en fimm aðilar, sem ekki komust að, kærðu niðurstöðuna í febrúar. Í kærunni var því haldið fram að tengsl tveggja starfsmanna við verkfræðistofuna Eflu hefði leitt til þess að stofan var ein þeirra sex sem urðu fyrir valinu. Þá segir í úrskurði nefndarinnar að forsendur sem ráða áttu stigagjöf undirflokka hafi verið verulega almennar og matskenndar og stuðst hafi verið við valforsendur sem ekki hafi verið upplýst um í forvalsgögnum. Vegagerðin hefur brugðist við niðurstöðunni og segir aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum sínum vera fráleitar og úr lausu lofti gripnar. „Enda útlistar nefndin þetta einungis í yfirferð um málin en fellir ákvörðunina um valið úr gildi á þeim forsendum að um matskenndar stigagjöf sé að ræða,“ segir í yfirlýsingunni en málið snýr að tveimur fyrrum starfsmönnum Eflu en annar þeirra átti sæti í matsnefnd. Hann hafi hætt störfum hjá Eflu 2013 en hinn 2019. Sá hafi ekki átt sæti í matsnefnd heldur hafi hann komið að ákvörðun um að fylgja niðurstöðu matsnefndar ásamt fulltrúum sveitarfélaganna tveggja. Þá er bent á það í úrskurði nefndarinnar að viðurkennt sé í stjórnsýslurétti að fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis séu ekki vanhæfir í málum er þeim við kemur. Hafna því að gagnsæi hafi skort Einnig hafnar Vegagerðin því að gagnsæi hafi skort við einkunnargjöf í forvalinu. Jafnræðis hafi verið gætt í hvívetna og mat lagt á hverja umsókn út frá málefnalegum sjónarmiðum ásamt þeim hlutlægu viðmiðum sem fram komu í skilmálum forvals. „Einkunnargjöfin var sett fram með hliðsjón af heildarmati á þeim umsóknum sem bárust og einkunn gefin í samræmi við skilmála forvalsins. Ef lýsing samsvaraði ekki kröfum forvalsgagna var einkunnin lakari en ella, sbr. skilmála forvalsins. Kærunefnd útboðsmála féllst ekki á málflutning verkkaupa í málinu og því varð niðurstaðan á þann veg að ákvörðun um val á þátttakendum skyldi felld úr gildi,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar. Kærunefndin taldi forsenduliðina „Verktilhögun“, „Sýn á verkefnið“ og „fyrri reynsla“ vera verulega almenna og matskennda. „Að mati nefndarinnar er raunar vandséð hvernig gefa hafi átt stig fyrir það hversu vel umsóknir samsvöruðu kröfum forvalslýsingar, eins og grein 2.3 í forvalsgögnum gerði ráð fyrir, miðað við almenna lýsingu forvalsgagna um hvernig mat á umsóknum skyldi fara fram. Það er enda ljóst að þegar varnaraðilar lögðu mat á tillögur og gáfu þeim stig höfðu þeir greint þessa þrjá þætti nánar í tiltekna liði sem stig voru gefin fyrir, án þess þó að upplýst hefði verið um það í forvalsgögnum eða með öðrum hætti,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. Hönnunarsamkeppnin milli þeirra sex aðila sem hlutu brautargengi í janúar er ekki farin í gang og hefur umsækjendum forvalsins verið tilkynnt að ákvörðun tekin 24. Janúar hafi verið dregin til baka. „Frekari ákvörðun um framhald innkaupaferlisins verður tekin innan skamms og þátttakendum tilkynnt þar um,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Stjórnsýsla Borgarlína Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Vegagerðin hefur gefið út yfirlýsingu eftir að kærunefnd útboðsmála felldi úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þátttakendum í forvali hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Sautján aðilar tóku þátt í forvalinu og voru sex þeirra valdir til frekar þátttöku í ferlinu en fimm aðilar, sem ekki komust að, kærðu niðurstöðuna í febrúar. Í kærunni var því haldið fram að tengsl tveggja starfsmanna við verkfræðistofuna Eflu hefði leitt til þess að stofan var ein þeirra sex sem urðu fyrir valinu. Þá segir í úrskurði nefndarinnar að forsendur sem ráða áttu stigagjöf undirflokka hafi verið verulega almennar og matskenndar og stuðst hafi verið við valforsendur sem ekki hafi verið upplýst um í forvalsgögnum. Vegagerðin hefur brugðist við niðurstöðunni og segir aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum sínum vera fráleitar og úr lausu lofti gripnar. „Enda útlistar nefndin þetta einungis í yfirferð um málin en fellir ákvörðunina um valið úr gildi á þeim forsendum að um matskenndar stigagjöf sé að ræða,“ segir í yfirlýsingunni en málið snýr að tveimur fyrrum starfsmönnum Eflu en annar þeirra átti sæti í matsnefnd. Hann hafi hætt störfum hjá Eflu 2013 en hinn 2019. Sá hafi ekki átt sæti í matsnefnd heldur hafi hann komið að ákvörðun um að fylgja niðurstöðu matsnefndar ásamt fulltrúum sveitarfélaganna tveggja. Þá er bent á það í úrskurði nefndarinnar að viðurkennt sé í stjórnsýslurétti að fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis séu ekki vanhæfir í málum er þeim við kemur. Hafna því að gagnsæi hafi skort Einnig hafnar Vegagerðin því að gagnsæi hafi skort við einkunnargjöf í forvalinu. Jafnræðis hafi verið gætt í hvívetna og mat lagt á hverja umsókn út frá málefnalegum sjónarmiðum ásamt þeim hlutlægu viðmiðum sem fram komu í skilmálum forvals. „Einkunnargjöfin var sett fram með hliðsjón af heildarmati á þeim umsóknum sem bárust og einkunn gefin í samræmi við skilmála forvalsins. Ef lýsing samsvaraði ekki kröfum forvalsgagna var einkunnin lakari en ella, sbr. skilmála forvalsins. Kærunefnd útboðsmála féllst ekki á málflutning verkkaupa í málinu og því varð niðurstaðan á þann veg að ákvörðun um val á þátttakendum skyldi felld úr gildi,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar. Kærunefndin taldi forsenduliðina „Verktilhögun“, „Sýn á verkefnið“ og „fyrri reynsla“ vera verulega almenna og matskennda. „Að mati nefndarinnar er raunar vandséð hvernig gefa hafi átt stig fyrir það hversu vel umsóknir samsvöruðu kröfum forvalslýsingar, eins og grein 2.3 í forvalsgögnum gerði ráð fyrir, miðað við almenna lýsingu forvalsgagna um hvernig mat á umsóknum skyldi fara fram. Það er enda ljóst að þegar varnaraðilar lögðu mat á tillögur og gáfu þeim stig höfðu þeir greint þessa þrjá þætti nánar í tiltekna liði sem stig voru gefin fyrir, án þess þó að upplýst hefði verið um það í forvalsgögnum eða með öðrum hætti,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. Hönnunarsamkeppnin milli þeirra sex aðila sem hlutu brautargengi í janúar er ekki farin í gang og hefur umsækjendum forvalsins verið tilkynnt að ákvörðun tekin 24. Janúar hafi verið dregin til baka. „Frekari ákvörðun um framhald innkaupaferlisins verður tekin innan skamms og þátttakendum tilkynnt þar um,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Stjórnsýsla Borgarlína Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira