Orðalagið „kannski ekki alveg nógu heppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 16:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á upplýsingafundinum í dag. Lögreglan Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að orðalagið sem notað er í útlistun á tveggja metra reglunni í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sé ef til vill ekki nógu heppilegt. Í auglýsingunni sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn segir að tveggja metra regluna skuli tryggja „á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við segja regluna nokkuð óskýra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt veitingahús og matsölustaði undanfarna daga til að tryggja að farið sé eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu. Eins og reglan stendur núna kallar hún á að lögregla tryggi að allt fólk sem sé saman á almannafæri búi saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag hvort kæmi til greina að endurskoða orðalagið. „Þetta er bindandi orðalag eins og þetta er. Þá er þetta beinlínis þannig að fólk þurfi að vera með lögheimili á sama stað, liggur við. En fólk sem er í sama sóttvarnarhólfi eða -kúlu - fjölskyldubönd eða vinnusambandsbönd eða svoleiðis, fólk sem er í mikilli nálægð dagsdaglega - það er ekki óeðlilegt að það fólk sé í meiri nálægð en ókunnugir. En þarna er sannarlega orðalagið kannski ekki alveg nógu heppilegt,“ svaraði Rögnvaldur. Þá ítrekaði Alma Möller landlæknir að allar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni gegn veirunni byggðu á trausti til almennings. „Það er aldrei hægt að setja reglur um allt eða fylgja þeim eftir. Þannig að við sýnum fólki traust og treystum á að það sýni skynsemi,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að orðalagið sem notað er í útlistun á tveggja metra reglunni í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sé ef til vill ekki nógu heppilegt. Í auglýsingunni sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn segir að tveggja metra regluna skuli tryggja „á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við segja regluna nokkuð óskýra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt veitingahús og matsölustaði undanfarna daga til að tryggja að farið sé eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu. Eins og reglan stendur núna kallar hún á að lögregla tryggi að allt fólk sem sé saman á almannafæri búi saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag hvort kæmi til greina að endurskoða orðalagið. „Þetta er bindandi orðalag eins og þetta er. Þá er þetta beinlínis þannig að fólk þurfi að vera með lögheimili á sama stað, liggur við. En fólk sem er í sama sóttvarnarhólfi eða -kúlu - fjölskyldubönd eða vinnusambandsbönd eða svoleiðis, fólk sem er í mikilli nálægð dagsdaglega - það er ekki óeðlilegt að það fólk sé í meiri nálægð en ókunnugir. En þarna er sannarlega orðalagið kannski ekki alveg nógu heppilegt,“ svaraði Rögnvaldur. Þá ítrekaði Alma Möller landlæknir að allar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni gegn veirunni byggðu á trausti til almennings. „Það er aldrei hægt að setja reglur um allt eða fylgja þeim eftir. Þannig að við sýnum fólki traust og treystum á að það sýni skynsemi,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira