Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 16:31 Íslendingar geta heimsótt Osló án þess að sæta sóttkví. Getty/Sean Gallup Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira