Innlent

Fá­menn kerta­fleytingar­at­höfn sýnd á netinu

Sylvía Hall skrifar
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.
Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba árásanna á Hírosíma og Nagasakí.

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Híróshíma. Á annað hundrað þúsund fórst í árásinni sem var gerð á lokadögum síðari heimsstyrjaldar.

Árleg kertafleyting til að minnast fórnarlamba árásanna hefur farið fram við Reykjavíkurtjörn en í ár verður hún með breyttu sniði vegna samkomutakmarkanna í samfélaginu. Þess í stað komu nokkrir friðarsinnar saman í gærkvöldi og fleyttu kertum á tjörninni.

Sú athöfn var tekin upp og verður hún sýnd á netinu í kvöld. Hægt er að horfa á kertafleytinguna og ræðuhöldin hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×