Innlent

Ellefu sektir fyrir brot á sótt­varna­reglum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla hefur fengið 31 mál er varðar brot á reglunum inn á sitt borð.
Lögregla hefur fengið 31 mál er varðar brot á reglunum inn á sitt borð. Vísir/Vilhelm

Alls hafa ellefu fengið sekt fyrir brot á sóttvarnareglum á þessu ári. Lögregla hefur fengið 31 slíkt inn á sitt borð. Þetta hefur Morgunblaðið eftir bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra. Í lok maí höfðu þrír einstaklingar verið sektaðir fyrir brot á sóttvarnalögum og reglum settum á grundvelli þeirra.

Í fyrirmælum ríkissaksóknara, sem send voru lögreglustjórum landsins í mars, segir að sá sem brýtur reglur um sóttkví geti átt von á allt að 250 þúsund króna sekt. Séu reglur um einangrun brotnar getur það varðað allt að 500 þúsund króna sekt.

Þá getur það sömuleiðis varðað 500 þúsund króna sekt gerist fólk uppvíst að broti á reglum um samkomutakmarkanir. Eins og sakir standa mega ekki fleiri en 100 manns koma saman.

Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×