Erlent

Beita tára­gasi gegn mót­mælendum í Beirút

Atli Ísleifsson skrifar
Frá mótmælunum í Beirút í dag.
Frá mótmælunum í Beirút í dag. AP

Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins.

Reuters segir frá þessu, en reiði stórs hluta almennings í garð stjórnvalda hefur vaxið eftir sprengingarnar urðu á hafnarsvæði höfuðborgarinnar fyrr í vikunni. Þúsundir hafa komið saman á götum Beirút í dag sem að lýsa yfir óánægju sinni.

Alls fórust rúmlega 150 manns eftir að sprenging varð í vöruhúsi þar sem verið var að geyma ammóníum nítrat sem notað er í áburð og sprengiefni.

Þúsundir slösuðust í sprengingunni og þá misstu um 300 þúsund manns heimili sín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×