Draymond Green er í „sumarfríi frá NBA“ en nældi sér samt í 6,8 milljóna sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:30 Draymond Green er vanur að koma sér í vandræði og gerir það líka þótt að hann sé ekki sjálfur að spila. Getty/Nhat V. Meyer NBA-deildin ákvað að sekta Golden State Warriors leikmanninn Draymond Green um 50 þúsund Bandaríkjadali. Draymond Green braut reglur NBA-deildarinnar þegar hann talaði um Devin Booker í útsendingu TNT-sjónvarpsstöðvarinnar. Hann sjálfur vissi alveg að hann hefði gengið of langt. Devin Booker hefur staðið sig frábærlega með Phoenix Suns liðinu og Draymond Green kallaði eftir því að hann myndi koma sér frá Phoenix Suns sem fyrst eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond Green says he wants to see Devin Booker on another team. pic.twitter.com/G2wnR2J1Xh— ESPN (@espn) August 7, 2020 NBA-deildin er með mjög strangar reglur um það að leikmenn og þjálfarar mega ekki verið að reyna að hafa áhrif á hvað aðrir leikmenn gera. Það sem er sérstakt er að Draymond Green skuli hafa getað náð sér í 6,8 milljóna sekt þegar tímabilið hans er löngu búið. Draymond Green og félagar í Golden State Warriors stóðu sig svo illa á NBA-tímabilinu að þeir fengu ekki að vera með Disney-garðinum. Þangað komusy aðeins þau lið sem áttu möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Warriors var með lélegasta árangurinn í deildinni. Warriors star Draymond Green fined $50,000 for public comments about Suns All-Star Devin Booker and for violating the league s anti-tampering rule.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 9, 2020 Hinn yfirlýsingaglaði og kjaftfori Draymond Green er duglegur að koma sér í vandræði þegar hann er að spila en núna tókst honum að næla sér í stóra sekt þrátt fyrir að vera í „sumarfríi“ frá NBA-deildinni. Það þarf hins vegar ekki að koma mikið á óvart að Green vilji sjá Devin Booker í sínu liði. Booker er frábær leikmaður sem hefur sprungið út í Disney-garðinum. Hann hefur skorað 29,4 stig og gefið 6,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Draymond Green talking Devin Booker on @NBAonTNT: "Get my man out of Phoenix. It's not good for him, it's not good for his career. I need my man to go somewhere he can play great basketball all the time, and win."Ernie Johnson: "Are you tampering?'Draymond: "Maybe" pic.twitter.com/vTUn4pK3iq— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 7, 2020 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
NBA-deildin ákvað að sekta Golden State Warriors leikmanninn Draymond Green um 50 þúsund Bandaríkjadali. Draymond Green braut reglur NBA-deildarinnar þegar hann talaði um Devin Booker í útsendingu TNT-sjónvarpsstöðvarinnar. Hann sjálfur vissi alveg að hann hefði gengið of langt. Devin Booker hefur staðið sig frábærlega með Phoenix Suns liðinu og Draymond Green kallaði eftir því að hann myndi koma sér frá Phoenix Suns sem fyrst eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond Green says he wants to see Devin Booker on another team. pic.twitter.com/G2wnR2J1Xh— ESPN (@espn) August 7, 2020 NBA-deildin er með mjög strangar reglur um það að leikmenn og þjálfarar mega ekki verið að reyna að hafa áhrif á hvað aðrir leikmenn gera. Það sem er sérstakt er að Draymond Green skuli hafa getað náð sér í 6,8 milljóna sekt þegar tímabilið hans er löngu búið. Draymond Green og félagar í Golden State Warriors stóðu sig svo illa á NBA-tímabilinu að þeir fengu ekki að vera með Disney-garðinum. Þangað komusy aðeins þau lið sem áttu möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Warriors var með lélegasta árangurinn í deildinni. Warriors star Draymond Green fined $50,000 for public comments about Suns All-Star Devin Booker and for violating the league s anti-tampering rule.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 9, 2020 Hinn yfirlýsingaglaði og kjaftfori Draymond Green er duglegur að koma sér í vandræði þegar hann er að spila en núna tókst honum að næla sér í stóra sekt þrátt fyrir að vera í „sumarfríi“ frá NBA-deildinni. Það þarf hins vegar ekki að koma mikið á óvart að Green vilji sjá Devin Booker í sínu liði. Booker er frábær leikmaður sem hefur sprungið út í Disney-garðinum. Hann hefur skorað 29,4 stig og gefið 6,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Draymond Green talking Devin Booker on @NBAonTNT: "Get my man out of Phoenix. It's not good for him, it's not good for his career. I need my man to go somewhere he can play great basketball all the time, and win."Ernie Johnson: "Are you tampering?'Draymond: "Maybe" pic.twitter.com/vTUn4pK3iq— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 7, 2020
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira