Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 10:54 Þessi mynd er tekin í borginni í gær og sýnir vel eyðilegginguna sem varð við hafnarsvæðið þar sem sprengjan sprakk. Getty/Patrick Baz Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira