Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 13:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna 78. BALDUR HRAFNKELL Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvarpsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt fjögur drög að frumvörpum sem snúa að lögum um kynrænt sjálfræði. Formaður Samtakanna 78 segir frumvarpsdrögin í samræmi við kröfur samtakanna. „Til dæmis er gert ráð fyrir því að börn frá 15 ára aldri geti breytt kynskráningu sinni án aðkomu forráðarmanna og það er eitthvað sem við hefðum gjarnan viljað sjá inn í lögum um kynrænt sjálfræði en var hækkað í meðferð þingsins upp í 18 ár,“ sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78. Frestur til að skila inn umsögnum um drögin er til 28 ágúst. Alþingishúsið Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um kynrænt sjálfræði var ráðherra falið að skipa starfshóp til að gera tillögur að breytingum á öðrum lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans og intersex fólks. Hluti af þeim tillögum er að gera öll lög kynhlutlaus. „Það er búið að heimila þessa þriðju kynskráningu þannig nú þarf að endurhugsa ýmis ákvæði ýmissa laga. Ég held það séu þarna undir sjómannalög, höfundalög og alls konar. Það er ótrúlegt hvað kynjað orðfæri og bara upptalning á orðunum karl og kona er víða í lögunum og þarna er í raun og veru bara verið að gera lögin kynhlutlaus eða bæta við möguleika fyrir fólk sem er með hlutlausa kynskráningu,“ segir Þorbjörg. Hún vonast til að frumvörpin verði lögð fram á þinginu í haust. Hinsegin Alþingi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvarpsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt fjögur drög að frumvörpum sem snúa að lögum um kynrænt sjálfræði. Formaður Samtakanna 78 segir frumvarpsdrögin í samræmi við kröfur samtakanna. „Til dæmis er gert ráð fyrir því að börn frá 15 ára aldri geti breytt kynskráningu sinni án aðkomu forráðarmanna og það er eitthvað sem við hefðum gjarnan viljað sjá inn í lögum um kynrænt sjálfræði en var hækkað í meðferð þingsins upp í 18 ár,“ sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78. Frestur til að skila inn umsögnum um drögin er til 28 ágúst. Alþingishúsið Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um kynrænt sjálfræði var ráðherra falið að skipa starfshóp til að gera tillögur að breytingum á öðrum lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans og intersex fólks. Hluti af þeim tillögum er að gera öll lög kynhlutlaus. „Það er búið að heimila þessa þriðju kynskráningu þannig nú þarf að endurhugsa ýmis ákvæði ýmissa laga. Ég held það séu þarna undir sjómannalög, höfundalög og alls konar. Það er ótrúlegt hvað kynjað orðfæri og bara upptalning á orðunum karl og kona er víða í lögunum og þarna er í raun og veru bara verið að gera lögin kynhlutlaus eða bæta við möguleika fyrir fólk sem er með hlutlausa kynskráningu,“ segir Þorbjörg. Hún vonast til að frumvörpin verði lögð fram á þinginu í haust.
Hinsegin Alþingi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira