Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 12:48 FH-ingar vonast til að geta spilað í Evrópukeppni á heimavelli 27. ágúst. VÍSIR/BÁRA FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30