Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 17:47 Hassan Diab sagði að stjórnmálamenn í Líbanon ættu að skammast sín. AP/Ríkisstjórn Líbanon Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. Diab sagði í ræðu sinn í dag, eftir að þrír ráðherrar í ríkisstjórn hans sögðu einnig af sér, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab sagðist ætla að berjast með fólkingu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. AP fréttaveitan segir að ákvörðun Diab gæti leitt til langværandi viðræðna um nýja ríkisstjórn. Frá því í október hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í landinu og sú ólga aukist í kjölfar sprengingarinnar í síðustu viku. Hún er talin til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Ráðandi fylkingar í Líbanon hafa hins vegar verið við völd svo lengi, eða allt frá því borgarastyrjöld lauk árið 1990, að mjög erfitt er að finna trúverðugan leiðtoga sem tengist ekki þeim fylkingum. Diab vísaði einmitt til forvera sinna í afsagnarræðu sinni kenndi þeim um ástandið í Líbanon. „Þeir ættu að skammast sín vegna þess að spilling þeirra leiddi til þessara hörmunga sem hafa verið faldar í sjö ár,“ sagði Diab. Hann sagði ráðandi fylkingar landsins hafa lamað ríkið. Ekki væri hægt að standa í hárinu á þeim eða losna við þá. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Sama ferlið af stað aftur Diab sjálfur var prófessor áður en hann tók starfið af sér. Það gerði hann í október eftir að forveri hans, Saad Hariri, steig úr embætti vegna áðurnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti. Ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Starf forsætisráðherrann virtist ómögulegt strax í upphafi. Hann stýrði ríkisstjórn sem átti að bregðast við ákalli eftir umbótum en í ríkisstjórn sem mynduð var af þeim fylkingum sem almenningur vill losna við. Nú hefst þetta sama ferli líklegast aftur. Þessar sömu fylkingar, sem hafa stjórnað Líbanon svo illa í áratugi, munu eiga í löngum viðræðum um nýja ríkisstjórn. Diab sagði þó fyrir tveimur dögum að hann myndi sitja áfram í embætti í nokkra mánuði og hjálpa til við endurbætur. Vegna þrýstings innan ríkisstjórnar hans reyndist þó ómögulegt fyrir hann að halda völdum áfram. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. Diab sagði í ræðu sinn í dag, eftir að þrír ráðherrar í ríkisstjórn hans sögðu einnig af sér, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab sagðist ætla að berjast með fólkingu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. AP fréttaveitan segir að ákvörðun Diab gæti leitt til langværandi viðræðna um nýja ríkisstjórn. Frá því í október hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í landinu og sú ólga aukist í kjölfar sprengingarinnar í síðustu viku. Hún er talin til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Ráðandi fylkingar í Líbanon hafa hins vegar verið við völd svo lengi, eða allt frá því borgarastyrjöld lauk árið 1990, að mjög erfitt er að finna trúverðugan leiðtoga sem tengist ekki þeim fylkingum. Diab vísaði einmitt til forvera sinna í afsagnarræðu sinni kenndi þeim um ástandið í Líbanon. „Þeir ættu að skammast sín vegna þess að spilling þeirra leiddi til þessara hörmunga sem hafa verið faldar í sjö ár,“ sagði Diab. Hann sagði ráðandi fylkingar landsins hafa lamað ríkið. Ekki væri hægt að standa í hárinu á þeim eða losna við þá. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Sama ferlið af stað aftur Diab sjálfur var prófessor áður en hann tók starfið af sér. Það gerði hann í október eftir að forveri hans, Saad Hariri, steig úr embætti vegna áðurnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti. Ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Starf forsætisráðherrann virtist ómögulegt strax í upphafi. Hann stýrði ríkisstjórn sem átti að bregðast við ákalli eftir umbótum en í ríkisstjórn sem mynduð var af þeim fylkingum sem almenningur vill losna við. Nú hefst þetta sama ferli líklegast aftur. Þessar sömu fylkingar, sem hafa stjórnað Líbanon svo illa í áratugi, munu eiga í löngum viðræðum um nýja ríkisstjórn. Diab sagði þó fyrir tveimur dögum að hann myndi sitja áfram í embætti í nokkra mánuði og hjálpa til við endurbætur. Vegna þrýstings innan ríkisstjórnar hans reyndist þó ómögulegt fyrir hann að halda völdum áfram.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47
Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00
Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15