Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 22:32 Grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar helst virkuðu vel í rannsókninni. Þorkell Þorkelsson/Landspítali Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Buff og klútar gera lítið til að draga úr því að fólk sem smitast hefur af Covid-19 smiti út frá sér. Vísindamenn við Duke háskólann í Bandaríkjunum luku nýverið við rannsókn þar sem skilvirkni fjórtán tegunda gríma gegn Covid-19 var könnuð og var þetta meðal niðurstaða rannsóknarinnar. Aðrar grímur draga nánast alfarið úr dreifingu agna sem gætu borið veiruna. Covid-19 smitast aðallega með dropa- og snertismiti. Dropar sem koma þegar fólk hnerrar, hóstar eða talar geta hangið í loftinu og smitað þannig. Sérstaklega í lokuðum rýmum. Vísindamennirnir skoðuðu fjórtán mismunandi grímur. Grímurnar voru settar á manneskju sem prófaði að tala með grímurnar og án grímu. Ljósgeislar og myndavélar voru svo notaðar til að skoða dropana sem bárust frá viðkomandi. Ekki var skoðað hvort að grímur stöðvi þessa dropa á leiðinni inn. Í ljós kom að fleiri dropar bárust frá fólki með buff en frá fólki sem var ekki með neitt fyrir vitum sínum. Buffin sjálf stöðva ekki dropana heldur brutu þá upp svo fleiri en smærri dropar bárust út í loftið. Þar að auki hanga smærri dropar lengur í loftinu en stærri. Hálsklútar voru það næstversta sem skoðað var. Rannsóknin sýndi þó fram á að heimagerðar grímur úr bómull virkuðu mjög vel. Best virkaði þó N95 gríma, sem heilbrigðisstarfsfólk á víglínunum, ef svo má að orði komast, nota gjarnan. Aðrar grímur sem heilbrigðisstarfsfólk notar einnig mikið reyndust sömuleiðis vel. Haft er eftir einum af þeim sem komu að rannsókninni á vef Sky að grímur séu einföld og ódýr leið til að sporna gegn dreifingu Covid-19. Um helmingur þeirra sem smitast séu án einkenna og viti oft ekki að þau séu smituð. Þannig geti þó ómeðvitað dreift veirunni með því að hnerra eða jafnvel tala. „Ef allir væru með grímur, myndum við stöðva um 99 prósent af þessum dropum, áður en þeir ná til annarra,“ sagði Eric Westman.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30