Lyf sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers sjúkdómsins gæti komið í almenna notkun eftir sex mánuði. Þetta er fyrsta lyfið sem gæti snúið hrörnuninni við og er það í þróun í Bandaríkjunum. Það hefur fengið flýtimeðferð hjá bandarískum eftirlitsaðilum og gæti því verið stutt í að það komi á markað.
Lyfið hefur verið í dágóðan tíma og heitir það Aducanumab. Alzheimerssjúklingar sem hafa fengið lyfið í tilraunaskyni hafa sýnt mikla framför í ýmsum þáttum, þar á meðal málnotkun og getu til að átta sig á stað og stund. Þá hefur lyfið einnig verið tengt við að hægist hjá sjúklingum á minnistapi.
Þau lyf sem hafa verið notuð við Alzheimer hingað til geta ekki hægt á þróun sjúkdómsins heldur aðeins falið einkenni hans. Nýja meðferðin hins vegar er talin verða sú fyrsta til að hægja á eða jafnvel stöðva framvindu sjúkdómsins.