Liðin mega ekki ganga saman út á völl, varamenn sitja ekki saman og engar liðsmyndir leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 09:00 Bannað! Leikmenn mega ekki fagna mörkunum saman með því að faðmast. Þeir mega ekki vera samferða á leikinn eða stilla sér saman upp á liðsmynd. Vísir/Vilhelm Það er athyglisvert að skoða drögin af nýju reglum Knattspyrnusambands Íslands sem eiga að sjá til þess að boltinn fari aftur að rúlla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur opinberað reglurnar sem eiga að bjarga Íslandsmótinu á tímum farsóttar og þar eru settar fram mjög ítarlegar og strangar sóttvarnarreglur á leikdögum. Þessar reglur eiga samkvæmt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, síðan að vera grunnurinn að svipuðum reglum fyrir önnur sérsambönd á Íslandi. Það er ljóst að þegar lesið er gegnum þessa ítarlegu upptalningu á reglum við framkvæmd leiks þá mun það ekki fara framhjá neinum sem á horfa að við erum að lifa sérstaka tíma. Það er hægt að lesa allar reglurnar með því að smella hér en fyrir neðan má sjá nokkrar fróðlegar reglur sem verða í gildi þegar Pepsi Max deildirnar, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildarnar fara aftur af stað. Brot úr reglum um framkvæmd leiks Ef leikmenn koma til leiks í einkabílum ætti að huga að því að ekki sé sameinast í bíla. Forráðamenn liða þurfa að tryggja að leiðir skarist ekki við komu á leikstað. Mikilvægt er að það sé rætt tímanlega hvenær lið mæti á leikstað og að allir fylgi tímaáætlun. Lágmarka skal þann tíma sem eytt er í búningsklefum og ættu leikmenn ekki að dvelja lengur en 30-40 mínútur innan búningsklefa fyrir eða eftir leiki. Öllum er skylt að nota andlitsgrímur í búningsklefum. Skoðun á búnaði skal fara fram fyrir framan búningsklefa hvors liðs þegar gengið er til leiks. Dómari sem framkvæmir skoðun skal bera andlitsgrímu á meðan skoðun fer fram. Liðin ganga út á leikvöll í sitthvoru lagi – fyrst heimalið og svo útilið. Ekki skal notast við lukkukrakka. Ekki er leyfilegt að taka neinar liðsmyndir (ljósmyndarar mega eingöngu vera á afmörkuðu svæði fyrir aftan hvort mark). Heimaliði ber að tryggja að allir sem sitja á varamannabekkjum geti haldið þar tveggja metra bili á milli einstaklinga. Ef varamannabekkir eru við áhorfendastúku er hægt að nota hluta af sætum í stúkunni til að stækka varamannabekkinn. Ef varamannabekkir eru gegnt áhorfendastúku þarf að tryggja að stólar séu til staðar svo allir hafi sæti. Leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða er óheimilt að fagna mörkum með snertingu. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öðrum starfsmönnum leiks er óheimilt að hrækja á leikflötinn og umhverfi hans. Markmönnum er óheimilt að hrækja í hanskana sína. Halda skal tveggja metra bili á milli allra einstaklinga þegar gengið er af leikvelli. Sama gildir um leikmannagang, búningsklefa og þegar mannvirki er yfirgefið. Ef leikmenn og dómarar nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé tveggja metra bili á milli allra einstaklinga Eingöngu sjónvarpsrétthafi hefur heimild til að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir að leik líkur. Ef lið hafa kost á ætti að setja upp rafrænan fjölmiðlafund þar sem fjölmiðlar hafa tök á að spyrja þjálfara og einn leikmann um leikinn. Hverju félagi verður gert að skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali. Sóttvarnarfulltrúi hefur heimild til að víkja einstaklingi / starfsmanni leiks / starfsmanni mannvirkis, sem ekki fer eftir þessum reglum, út úr mannvirki og útiloka viðkomandi frá þátttöku / störfum í leiknum. Heimaliði er óheimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir gestalið, dómara og fjölmiðla. Tryggja skal að allar veitingar sem þessir aðilar bera með sér inn í mannvirkið, séu í lokuðum umbúðum. Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða mataráhöldum með öðrum einstaklingum. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að leikmenn séu allir með sína eigin vatnsbrúsa og ef nauðsyn krefur að merkja þá með nafni leikmanna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða drögin af nýju reglum Knattspyrnusambands Íslands sem eiga að sjá til þess að boltinn fari aftur að rúlla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur opinberað reglurnar sem eiga að bjarga Íslandsmótinu á tímum farsóttar og þar eru settar fram mjög ítarlegar og strangar sóttvarnarreglur á leikdögum. Þessar reglur eiga samkvæmt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, síðan að vera grunnurinn að svipuðum reglum fyrir önnur sérsambönd á Íslandi. Það er ljóst að þegar lesið er gegnum þessa ítarlegu upptalningu á reglum við framkvæmd leiks þá mun það ekki fara framhjá neinum sem á horfa að við erum að lifa sérstaka tíma. Það er hægt að lesa allar reglurnar með því að smella hér en fyrir neðan má sjá nokkrar fróðlegar reglur sem verða í gildi þegar Pepsi Max deildirnar, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildarnar fara aftur af stað. Brot úr reglum um framkvæmd leiks Ef leikmenn koma til leiks í einkabílum ætti að huga að því að ekki sé sameinast í bíla. Forráðamenn liða þurfa að tryggja að leiðir skarist ekki við komu á leikstað. Mikilvægt er að það sé rætt tímanlega hvenær lið mæti á leikstað og að allir fylgi tímaáætlun. Lágmarka skal þann tíma sem eytt er í búningsklefum og ættu leikmenn ekki að dvelja lengur en 30-40 mínútur innan búningsklefa fyrir eða eftir leiki. Öllum er skylt að nota andlitsgrímur í búningsklefum. Skoðun á búnaði skal fara fram fyrir framan búningsklefa hvors liðs þegar gengið er til leiks. Dómari sem framkvæmir skoðun skal bera andlitsgrímu á meðan skoðun fer fram. Liðin ganga út á leikvöll í sitthvoru lagi – fyrst heimalið og svo útilið. Ekki skal notast við lukkukrakka. Ekki er leyfilegt að taka neinar liðsmyndir (ljósmyndarar mega eingöngu vera á afmörkuðu svæði fyrir aftan hvort mark). Heimaliði ber að tryggja að allir sem sitja á varamannabekkjum geti haldið þar tveggja metra bili á milli einstaklinga. Ef varamannabekkir eru við áhorfendastúku er hægt að nota hluta af sætum í stúkunni til að stækka varamannabekkinn. Ef varamannabekkir eru gegnt áhorfendastúku þarf að tryggja að stólar séu til staðar svo allir hafi sæti. Leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða er óheimilt að fagna mörkum með snertingu. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öðrum starfsmönnum leiks er óheimilt að hrækja á leikflötinn og umhverfi hans. Markmönnum er óheimilt að hrækja í hanskana sína. Halda skal tveggja metra bili á milli allra einstaklinga þegar gengið er af leikvelli. Sama gildir um leikmannagang, búningsklefa og þegar mannvirki er yfirgefið. Ef leikmenn og dómarar nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé tveggja metra bili á milli allra einstaklinga Eingöngu sjónvarpsrétthafi hefur heimild til að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir að leik líkur. Ef lið hafa kost á ætti að setja upp rafrænan fjölmiðlafund þar sem fjölmiðlar hafa tök á að spyrja þjálfara og einn leikmann um leikinn. Hverju félagi verður gert að skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali. Sóttvarnarfulltrúi hefur heimild til að víkja einstaklingi / starfsmanni leiks / starfsmanni mannvirkis, sem ekki fer eftir þessum reglum, út úr mannvirki og útiloka viðkomandi frá þátttöku / störfum í leiknum. Heimaliði er óheimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir gestalið, dómara og fjölmiðla. Tryggja skal að allar veitingar sem þessir aðilar bera með sér inn í mannvirkið, séu í lokuðum umbúðum. Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða mataráhöldum með öðrum einstaklingum. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að leikmenn séu allir með sína eigin vatnsbrúsa og ef nauðsyn krefur að merkja þá með nafni leikmanna.
Brot úr reglum um framkvæmd leiks Ef leikmenn koma til leiks í einkabílum ætti að huga að því að ekki sé sameinast í bíla. Forráðamenn liða þurfa að tryggja að leiðir skarist ekki við komu á leikstað. Mikilvægt er að það sé rætt tímanlega hvenær lið mæti á leikstað og að allir fylgi tímaáætlun. Lágmarka skal þann tíma sem eytt er í búningsklefum og ættu leikmenn ekki að dvelja lengur en 30-40 mínútur innan búningsklefa fyrir eða eftir leiki. Öllum er skylt að nota andlitsgrímur í búningsklefum. Skoðun á búnaði skal fara fram fyrir framan búningsklefa hvors liðs þegar gengið er til leiks. Dómari sem framkvæmir skoðun skal bera andlitsgrímu á meðan skoðun fer fram. Liðin ganga út á leikvöll í sitthvoru lagi – fyrst heimalið og svo útilið. Ekki skal notast við lukkukrakka. Ekki er leyfilegt að taka neinar liðsmyndir (ljósmyndarar mega eingöngu vera á afmörkuðu svæði fyrir aftan hvort mark). Heimaliði ber að tryggja að allir sem sitja á varamannabekkjum geti haldið þar tveggja metra bili á milli einstaklinga. Ef varamannabekkir eru við áhorfendastúku er hægt að nota hluta af sætum í stúkunni til að stækka varamannabekkinn. Ef varamannabekkir eru gegnt áhorfendastúku þarf að tryggja að stólar séu til staðar svo allir hafi sæti. Leikmönnum, þjálfurum og öðrum starfsmönnum liða er óheimilt að fagna mörkum með snertingu. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öðrum starfsmönnum leiks er óheimilt að hrækja á leikflötinn og umhverfi hans. Markmönnum er óheimilt að hrækja í hanskana sína. Halda skal tveggja metra bili á milli allra einstaklinga þegar gengið er af leikvelli. Sama gildir um leikmannagang, búningsklefa og þegar mannvirki er yfirgefið. Ef leikmenn og dómarar nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé tveggja metra bili á milli allra einstaklinga Eingöngu sjónvarpsrétthafi hefur heimild til að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir að leik líkur. Ef lið hafa kost á ætti að setja upp rafrænan fjölmiðlafund þar sem fjölmiðlar hafa tök á að spyrja þjálfara og einn leikmann um leikinn. Hverju félagi verður gert að skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali. Sóttvarnarfulltrúi hefur heimild til að víkja einstaklingi / starfsmanni leiks / starfsmanni mannvirkis, sem ekki fer eftir þessum reglum, út úr mannvirki og útiloka viðkomandi frá þátttöku / störfum í leiknum. Heimaliði er óheimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir gestalið, dómara og fjölmiðla. Tryggja skal að allar veitingar sem þessir aðilar bera með sér inn í mannvirkið, séu í lokuðum umbúðum. Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða mataráhöldum með öðrum einstaklingum. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að leikmenn séu allir með sína eigin vatnsbrúsa og ef nauðsyn krefur að merkja þá með nafni leikmanna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira