Tuttugu sem veiktust ekki alvarlega af Covid bíða meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:54 Reykjalundur hefur sinnt meðferð tæplega tuttugu sjúklinga sem veiktust alvarlega af Covid-19. Vísir/Vilhelm Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum. Tæplega tuttugu einstaklingar þurftu á þeirri endurhæfingu að halda og fóru í gegn um það prógramm sem þeim stóð til boða á Reykjalundi. Undanfarnar vikur hefur hins vegar borið á því að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Reykjalundar, að fólk sem veiktist ekki jafn alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum glími enn við eftirköst sjúkdómsins, vikum og jafnvel mánuðum síðar. Hann fjallaði um málið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá erum við að tala um kannski fyrst og fremst að fólk talar um að það sé ekki búið að ná sér endanlega. Það sem fólk talar mest um af einkennum er þreyta og mæði, að fólk er ekki komið með sama þol og það var [með] og ýmis þreytueinkenni, sem gerir það að verkum að sumir eru að lenda í því að þeir eru að versna öðru hvoru og eru í rauninni ekki komnir í fullan gír aftur,“ segir Pétur. Fólk sé jafnvel með skerta starfsgetu vegna þessa. Töluvert hafi borist inn af umsóknum til Reykjalundar frá aðilum sem hafa lent í þessum eftirköstum og að hafa ekki náð sér að fullu. Nú bíða um tuttugu slíkar umsóknir afgreiðslu og tveir eru þegar byrjaðir í meðferð. Markmiðið að koma fólki aftur út í daglegt líf „Þetta er eitt af því sem við erum að læra um veiruna og hennar hegðun þannig að þetta er greinilega töluvert meiri veira en einhver venjuleg inflúensa. Enginn í rauninni veit ennþá hvað þetta er stór hópur sem við erum að tala um í þessu. Auðvitað eru líka dæmi sem betur fer um fólk sem hefur veikst sem hefur alveg náð sér að fullu,“ segir Pétur. Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.Vísir Endurhæfingarmeðferðin er að sögn Péturs mjög einstaklingsmiðuð og er grunnurinn í meðferðinni það markmið að koma fólki út í hið daglega líf aftur. Hópur sérfræðinga skoðar hvern og einn einstakling og er svo unnið að því að fólk komist aftur út í samfélagið, geti helst starfað aftur og tekið eins mikið þátt í lífinu. „En allt veltur þetta á vilja einstaklingsins og það þarf að virkja hann vel, að koma af krafti inn í þetta og það gengur yfirleitt vel.“ Mikilvægt að kortleggja eftirköst svo viðbrögð séu markviss Meðal einkennanna sem komið hafa fram eru andnauð, svæsinn magaverkur, hárlos, doði í jafnvel stórum hluta líkamans, sjóntruflanir, suð fyrir eyrum og jafnvægistruflanir. Stefán Yngvason læknir á Reykjalundi lýsti þessum einkennum í viðtali á Bylgjunni í gær. „Eitt af því sem við þyrftum að vinna í núna er að greina og kortleggja þessar afleiðingar. Landspítalinn hefur nú lýst yfir að þeir hyggist, og fleiri, að fara í rannsókn á því, eða kortlagningu á þessu og við á Reykjalundi værum spennt að vera með í því líka og getum farið í greiningar eins og á lungnastarfsemi, hjartastarfsemi og fleiru sem þessu tengist,“ segir Pétur. Þetta sé verkefni sem verði að fara í. Sambærileg mál séu jafnframt að koma upp erlendis og að sögn Péturs eru margir í þessum geira spenntir fyrir því að fara að kortleggja hvaða eftirköst fylgi Covid-veikindum. „Ísland er í samstarfi á ýmsum sviðum í þessum málum og ég held að það vilji allir leggjast á eitt við að reyna að kortleggja þetta og skilgreina sem best þannig að við höfum sem markvissust viðbrögð við þessu og þetta fari að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf í framtíðinni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Pétur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22 Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum. Tæplega tuttugu einstaklingar þurftu á þeirri endurhæfingu að halda og fóru í gegn um það prógramm sem þeim stóð til boða á Reykjalundi. Undanfarnar vikur hefur hins vegar borið á því að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Reykjalundar, að fólk sem veiktist ekki jafn alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum glími enn við eftirköst sjúkdómsins, vikum og jafnvel mánuðum síðar. Hann fjallaði um málið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá erum við að tala um kannski fyrst og fremst að fólk talar um að það sé ekki búið að ná sér endanlega. Það sem fólk talar mest um af einkennum er þreyta og mæði, að fólk er ekki komið með sama þol og það var [með] og ýmis þreytueinkenni, sem gerir það að verkum að sumir eru að lenda í því að þeir eru að versna öðru hvoru og eru í rauninni ekki komnir í fullan gír aftur,“ segir Pétur. Fólk sé jafnvel með skerta starfsgetu vegna þessa. Töluvert hafi borist inn af umsóknum til Reykjalundar frá aðilum sem hafa lent í þessum eftirköstum og að hafa ekki náð sér að fullu. Nú bíða um tuttugu slíkar umsóknir afgreiðslu og tveir eru þegar byrjaðir í meðferð. Markmiðið að koma fólki aftur út í daglegt líf „Þetta er eitt af því sem við erum að læra um veiruna og hennar hegðun þannig að þetta er greinilega töluvert meiri veira en einhver venjuleg inflúensa. Enginn í rauninni veit ennþá hvað þetta er stór hópur sem við erum að tala um í þessu. Auðvitað eru líka dæmi sem betur fer um fólk sem hefur veikst sem hefur alveg náð sér að fullu,“ segir Pétur. Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.Vísir Endurhæfingarmeðferðin er að sögn Péturs mjög einstaklingsmiðuð og er grunnurinn í meðferðinni það markmið að koma fólki út í hið daglega líf aftur. Hópur sérfræðinga skoðar hvern og einn einstakling og er svo unnið að því að fólk komist aftur út í samfélagið, geti helst starfað aftur og tekið eins mikið þátt í lífinu. „En allt veltur þetta á vilja einstaklingsins og það þarf að virkja hann vel, að koma af krafti inn í þetta og það gengur yfirleitt vel.“ Mikilvægt að kortleggja eftirköst svo viðbrögð séu markviss Meðal einkennanna sem komið hafa fram eru andnauð, svæsinn magaverkur, hárlos, doði í jafnvel stórum hluta líkamans, sjóntruflanir, suð fyrir eyrum og jafnvægistruflanir. Stefán Yngvason læknir á Reykjalundi lýsti þessum einkennum í viðtali á Bylgjunni í gær. „Eitt af því sem við þyrftum að vinna í núna er að greina og kortleggja þessar afleiðingar. Landspítalinn hefur nú lýst yfir að þeir hyggist, og fleiri, að fara í rannsókn á því, eða kortlagningu á þessu og við á Reykjalundi værum spennt að vera með í því líka og getum farið í greiningar eins og á lungnastarfsemi, hjartastarfsemi og fleiru sem þessu tengist,“ segir Pétur. Þetta sé verkefni sem verði að fara í. Sambærileg mál séu jafnframt að koma upp erlendis og að sögn Péturs eru margir í þessum geira spenntir fyrir því að fara að kortleggja hvaða eftirköst fylgi Covid-veikindum. „Ísland er í samstarfi á ýmsum sviðum í þessum málum og ég held að það vilji allir leggjast á eitt við að reyna að kortleggja þetta og skilgreina sem best þannig að við höfum sem markvissust viðbrögð við þessu og þetta fari að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf í framtíðinni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Pétur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22 Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22
Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55