Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Arnar Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun