Gagnrýna ríkisstjórnina: „Þau geta ekki skýlt sér á bak við sóttvarnalækni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gert áætlanir um næstu skref í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það koma á óvart að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sakað hana um pólitíska tækisfærismennsku vegna gagnrýni Þorgerðar á ákvörðunartöku vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín sagðist í viðtali sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í morgun furða sig á því að stjórnmálamenn ætluðu að nýta sér faraldurinn og nefndi Þorgerði Katrínu sem dæmi þar. „Manni líður ekkert sérstaklega vel með það,“ sagði Þorgerður Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum einfaldlega að spyrja spurninga og [að því] hvernig við höfum verið að vinna.“ Hún segir það gríðarlega mikilvægt að stjórnarandstaðan hafi rými til að gagnrýna ríkisstjórnina, enda sé það þeirra hlutverk að veita aðhald. „Ég vil draga fram að það er margt mjög gott sem hefur komið frá ríkisstjórninni en margt líka miður sem við í stjórnarandstöðunni höfum þurft að laga. Við höfum lagt okkur fram um að vera í öðruvísi stjórnarandstöðu, leggja frekar gott til, styðja við góð mál, ekki vera bara á móti eins og við erum búin að upplifa stjórnarandstöðu í gegn um árin. Af því að stóra málið er, og það sem er svo dýrmætt, samstaðan í gegn um svona faraldur,“ segir Þorgerður. Ætlast til að ríkisstjórnin komi með plan Hún segir það ljóst að fólk sé farið að spyrja spurninga. Hvort eigi að opna eða loka, hvernig eigi að gera hlutina. „Hvað eigum við að gera við skólana? Skólarnir opna í næstu viku og það veit enginn nákvæmlega, ekki síst hvernig framhaldsskólarnir eiga að vera. Hvaða ákvarðanir verða teknar sem hugsanlega hafa miklar félagslegar afleiðingar í för með sér? Erum við að sjá ákveðna hópa detta út úr skóla? Þurfum við ekki að taka ákveðna hópa eins og nýnema, fólk með sérþarfir og ákveðna brothætta hópa, taka betur utan um þá í næsta skipulagi?“ spyr Þorgerður. „Þetta þarf fólkið að vita og það er einfaldlega það sem við erum að kalla eftir en um leið undirstrika ég að því meiri óvissu sem er eytt því meiri verður samstaðan.“ Hún krefst þess jafnframt að ríkisstjórnin leggi fram áætlun og að þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar að fólk fái að vita forsendur að baki þeim. „Ég ætlast til þess af ríkisstjórninni í sumar að ríkisstjórnin hafi verið að vinna heimavinnuna sína í sumar og komi fram núna með bæði tölfræði og plan um hvað gerist ef faraldurinn eykst, hvað gerist ef hann stendur í stað, ef hann minnkar.“ „Komið með planið, komið með vinnuna eftir sumarið því staðan núna er þannig að við vitum aðeins meira en við vissum í vor,“ segir Þorgerður. „Þau geta ekki verið að skýla sér á bak við sóttvarnalækni“ Þorgerður segir vel hægt að gera áætlun þó staðan sé metin vikulega, sem hún segir ríkisstjórnina hafa borið fyrir sig þegar hún hefur verið krafin um langtímaáætlun. „Við eigum ekki að bjóða upp á þetta ef við getum og það er það sem ég er að leggja áherslu á: eytt óvissu, svara spurningum og ég ætlast til þess að ríkisstjórnin hafi í sumar notað tímann, komi núna í ágúst með planið fyrir veturinn og fyrir haustið.“ Þá bendir hún á að meðal þeirra sem hafi kallað eftir samráðsvettvangi og bent á að ekki eigi að eins að meta málin nú út frá heilbrigðissjónarmiðum heldur einnig félagslegum og efnahagslegum sé Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann hafi bent á að ákvarðanirnar séu nú orðnar stærri. „Við vitum það alveg og það er það sem þau hafa verið að benda á að við þurfum einfaldlega að læra að lifa með veirunni þangað til að bóluefni finnst. En hvað bíður okkar þá? Hvað bíður heimilanna, hvað bíður fyrirtækjanna?“ spyr Þorgerður. „Hvaða plan bíður fólks sem er að missa vinnuna, hvað bíður atvinnulífsins? Við þurfum að taka þar stórar ákvarðanir.“ Þá segir hún að slakað hafi verið of mikið of snöggt, auka þurfi skimanir og almenningur verði að fara eftir sóttvarnareglum. „Við þurfum að auka skimanir, það liggur alveg ljóst fyrir. Þórólfur hefur bent réttilega á það að smitið er ekki að koma bara í gegn um ferðaþjónustuna heldur meðal annars út af þéttu neti Íslendinga. Það er það sem við þurfum að gæta sérstaklega. Íslendingar í útlöndum þurfa að vera meðvitaður um að vaða ekki beint inn, fara ekki beint í afmælisveislur, stúdentsveislur og svo framvegis.“ „Við þurfum öll að líta í eigin barm, við slökuðum einfaldlega of mikið á klónni. Við verðum að virða tveggja metra regluna, við verðum að venjast að bera grímu. Þetta er hluti af hinu daglega lífi og munum að virða þessar reglur,“ segir Þorgerður Katrín. Hún kallar þó líka eftir því að ríkisstjórnin hafi áætlun. „Þau geta ekki verið að skýla sér á bak við sóttvarnalækni. Þau þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem við munum styðja ef við fáum að vita forsendurnar.“ „Við gáfum svigrúm í fyrstu aðgerðum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir áhyggjur Þorgerðar Katrínar í pistli sem birtur var í Morgunblaðinu í morgun. Þar spyr hún hvar stefnumótunin, greining á hagrænum áhrifum, lýðheilsu landsmanna, yfirsýn yfir aðgerðir og efnahagslegt mat sé. Helga Vala segir í samtali við fréttastofu að stjórnarandstaðan hafi verið sammála um þetta, að ríkisstjórnin þurfi að gera áætlanir um framtíðina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sakaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um pólitíska tækifærismennsku.Vísir/Vilhelm „Við gáfum svigrúm í fyrstu aðgerðum og studdum við allar aðgerðir sem var farið í og löguðum það sem laga þurfti. Við höfum kallað eftir því að fá greiningu á þeim aðgerðum sem hefur verið gripið til og þeim sviðsmyndum sem hefur verið miðað við,“ segir Helga Vala. „Aðgerðirnar nú miða að einni atvinnugrein og geta og hafa bitnað á öðrum.“ Þá segir hún ásakanir Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hendur Þorgerðar Katrínar um tækifærismennsku fráleitar. „Það er auðvitað fáránlegt að forsætisráðherra bregðist við með þessum hætti þegar verið er að gagnrýna réttilega skort á aðgerðum og víðsýni yfir viðbrögð.“ „Sjálfkrafa svar ríkisstjórnarinnar að væna fólk um tækifærismennsku“ „Það er orðið sjálfkrafa svar ríkisstjórnarinnar að væna fólk um tækifærismennsku þegar stjórnarandstaðan spyr spurninga. Þorgerður Katrín er formaður stjórnmálaflokks og er beinlínis að vinna vinnuna sína þegar hún spyr þessara spurninga,“ segir Helga Vala. „Stjórnarandstaðan á að veita aðhald, það er fráleitt að tala um þetta sem tækifærismennsku. Það ber vott um rökþrota ríkisstjórn. Af hverju svarar [Katrín] þessu ekki málefnalega?“ Hún segir verkefni ríkisstjórnarinnar enn mörg. Gera þurfi áætlun um næstu skref með tilliti til annarra þátta en ferðaþjónustu. „Eitt verkefni er að verjast veiruna og það hafa sóttvarnayfirvöld gert vel en hitt verkefnið eru öll afleidd verkefni, það er að segja, opnun og lokun landsins, opnun og lokun skólanna, menningarmiðstöðva, íþróttastarfs, hjúkrunarheimila og svo framvegis.“ „Það er þetta sem við höfum kallað eftir að fá upplýsingar um. Hvað sjáið þið fyrir ykkur að þetta komi til með að gera og hvaða áhrif mun þetta hafa á aðra þætti?“ Horfa þurfi til annarra þátta, til að mynda geðheilsu almennings. „Þetta getur valdið miklum kvíða og andlegri vanlíðan að missa vinnuna, búa við svona mikla óvissu og loka á öll samskipti við íbúa til dæmis íbúa hjúkrunarheimila,“ segir Helga Vala. Kannast ekki við hagrænt mat sem forsætisráðherra segir hafa verið gert Þá þurfi einnig að greina hvaða áhrif lokanir skóla muni hafa í lengri tíma. „Hvaða áhrif munu lokanir háskóla og framhaldsskóla, sem ekki fá undanþágu, hafa á menntunarstig þjóðarinnar eftir til dæmis fimm ár. Hversu margir munu skila sér inn í fjarnám núna? Hversu margir munu hætta? Þessar greiningar vantar og við höfum kallað eftir þessu allan tímann.“ Hún segir þetta óboðlegt. „Þessi greining á hagrænum áhrifum, lýðheilsu, áhrifum á aðra hópa vantar. Það hefur allt miðast við ferðaþjónustuna. Hvað með listamenn, íþróttafólk, önnur fyrirtæki, heilsu landsmanna, unga fólkið, börn og fjölskyldur?“ Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun nefndi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það að ríkisstjórnin hafi látið gera hagræna greiningu í vor við undirbúning landamæraskimunar. Helga Vala segist ekki kannast við að þessi greining hafi nokkurn tíma verið gerð. „Hún hefur aldrei leyft okkur að sjá umrætt mat ef það er til. Ég veit að stjórnarþingmenn hafa heldur ekki fengið að sjá það. Ef svo er veit ég ekki hverjir hafa yfir höfuð fengið að sjá þetta mat,“ segir Helga Vala. Uppfært 14:08: Forsætisráðuneytið bendir á að greinargerð hafi verið unnin um efnahagsleg sjónarmið við losun ferðatakmarkana. Sú greinargerð hafi verið birt 2. júní síðastliðinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Atvinnumál – mál málanna Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. 11. ágúst 2020 07:30 Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það koma á óvart að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sakað hana um pólitíska tækisfærismennsku vegna gagnrýni Þorgerðar á ákvörðunartöku vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín sagðist í viðtali sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í morgun furða sig á því að stjórnmálamenn ætluðu að nýta sér faraldurinn og nefndi Þorgerði Katrínu sem dæmi þar. „Manni líður ekkert sérstaklega vel með það,“ sagði Þorgerður Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum einfaldlega að spyrja spurninga og [að því] hvernig við höfum verið að vinna.“ Hún segir það gríðarlega mikilvægt að stjórnarandstaðan hafi rými til að gagnrýna ríkisstjórnina, enda sé það þeirra hlutverk að veita aðhald. „Ég vil draga fram að það er margt mjög gott sem hefur komið frá ríkisstjórninni en margt líka miður sem við í stjórnarandstöðunni höfum þurft að laga. Við höfum lagt okkur fram um að vera í öðruvísi stjórnarandstöðu, leggja frekar gott til, styðja við góð mál, ekki vera bara á móti eins og við erum búin að upplifa stjórnarandstöðu í gegn um árin. Af því að stóra málið er, og það sem er svo dýrmætt, samstaðan í gegn um svona faraldur,“ segir Þorgerður. Ætlast til að ríkisstjórnin komi með plan Hún segir það ljóst að fólk sé farið að spyrja spurninga. Hvort eigi að opna eða loka, hvernig eigi að gera hlutina. „Hvað eigum við að gera við skólana? Skólarnir opna í næstu viku og það veit enginn nákvæmlega, ekki síst hvernig framhaldsskólarnir eiga að vera. Hvaða ákvarðanir verða teknar sem hugsanlega hafa miklar félagslegar afleiðingar í för með sér? Erum við að sjá ákveðna hópa detta út úr skóla? Þurfum við ekki að taka ákveðna hópa eins og nýnema, fólk með sérþarfir og ákveðna brothætta hópa, taka betur utan um þá í næsta skipulagi?“ spyr Þorgerður. „Þetta þarf fólkið að vita og það er einfaldlega það sem við erum að kalla eftir en um leið undirstrika ég að því meiri óvissu sem er eytt því meiri verður samstaðan.“ Hún krefst þess jafnframt að ríkisstjórnin leggi fram áætlun og að þegar erfiðar ákvarðanir eru teknar að fólk fái að vita forsendur að baki þeim. „Ég ætlast til þess af ríkisstjórninni í sumar að ríkisstjórnin hafi verið að vinna heimavinnuna sína í sumar og komi fram núna með bæði tölfræði og plan um hvað gerist ef faraldurinn eykst, hvað gerist ef hann stendur í stað, ef hann minnkar.“ „Komið með planið, komið með vinnuna eftir sumarið því staðan núna er þannig að við vitum aðeins meira en við vissum í vor,“ segir Þorgerður. „Þau geta ekki verið að skýla sér á bak við sóttvarnalækni“ Þorgerður segir vel hægt að gera áætlun þó staðan sé metin vikulega, sem hún segir ríkisstjórnina hafa borið fyrir sig þegar hún hefur verið krafin um langtímaáætlun. „Við eigum ekki að bjóða upp á þetta ef við getum og það er það sem ég er að leggja áherslu á: eytt óvissu, svara spurningum og ég ætlast til þess að ríkisstjórnin hafi í sumar notað tímann, komi núna í ágúst með planið fyrir veturinn og fyrir haustið.“ Þá bendir hún á að meðal þeirra sem hafi kallað eftir samráðsvettvangi og bent á að ekki eigi að eins að meta málin nú út frá heilbrigðissjónarmiðum heldur einnig félagslegum og efnahagslegum sé Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann hafi bent á að ákvarðanirnar séu nú orðnar stærri. „Við vitum það alveg og það er það sem þau hafa verið að benda á að við þurfum einfaldlega að læra að lifa með veirunni þangað til að bóluefni finnst. En hvað bíður okkar þá? Hvað bíður heimilanna, hvað bíður fyrirtækjanna?“ spyr Þorgerður. „Hvaða plan bíður fólks sem er að missa vinnuna, hvað bíður atvinnulífsins? Við þurfum að taka þar stórar ákvarðanir.“ Þá segir hún að slakað hafi verið of mikið of snöggt, auka þurfi skimanir og almenningur verði að fara eftir sóttvarnareglum. „Við þurfum að auka skimanir, það liggur alveg ljóst fyrir. Þórólfur hefur bent réttilega á það að smitið er ekki að koma bara í gegn um ferðaþjónustuna heldur meðal annars út af þéttu neti Íslendinga. Það er það sem við þurfum að gæta sérstaklega. Íslendingar í útlöndum þurfa að vera meðvitaður um að vaða ekki beint inn, fara ekki beint í afmælisveislur, stúdentsveislur og svo framvegis.“ „Við þurfum öll að líta í eigin barm, við slökuðum einfaldlega of mikið á klónni. Við verðum að virða tveggja metra regluna, við verðum að venjast að bera grímu. Þetta er hluti af hinu daglega lífi og munum að virða þessar reglur,“ segir Þorgerður Katrín. Hún kallar þó líka eftir því að ríkisstjórnin hafi áætlun. „Þau geta ekki verið að skýla sér á bak við sóttvarnalækni. Þau þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem við munum styðja ef við fáum að vita forsendurnar.“ „Við gáfum svigrúm í fyrstu aðgerðum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir áhyggjur Þorgerðar Katrínar í pistli sem birtur var í Morgunblaðinu í morgun. Þar spyr hún hvar stefnumótunin, greining á hagrænum áhrifum, lýðheilsu landsmanna, yfirsýn yfir aðgerðir og efnahagslegt mat sé. Helga Vala segir í samtali við fréttastofu að stjórnarandstaðan hafi verið sammála um þetta, að ríkisstjórnin þurfi að gera áætlanir um framtíðina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sakaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um pólitíska tækifærismennsku.Vísir/Vilhelm „Við gáfum svigrúm í fyrstu aðgerðum og studdum við allar aðgerðir sem var farið í og löguðum það sem laga þurfti. Við höfum kallað eftir því að fá greiningu á þeim aðgerðum sem hefur verið gripið til og þeim sviðsmyndum sem hefur verið miðað við,“ segir Helga Vala. „Aðgerðirnar nú miða að einni atvinnugrein og geta og hafa bitnað á öðrum.“ Þá segir hún ásakanir Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hendur Þorgerðar Katrínar um tækifærismennsku fráleitar. „Það er auðvitað fáránlegt að forsætisráðherra bregðist við með þessum hætti þegar verið er að gagnrýna réttilega skort á aðgerðum og víðsýni yfir viðbrögð.“ „Sjálfkrafa svar ríkisstjórnarinnar að væna fólk um tækifærismennsku“ „Það er orðið sjálfkrafa svar ríkisstjórnarinnar að væna fólk um tækifærismennsku þegar stjórnarandstaðan spyr spurninga. Þorgerður Katrín er formaður stjórnmálaflokks og er beinlínis að vinna vinnuna sína þegar hún spyr þessara spurninga,“ segir Helga Vala. „Stjórnarandstaðan á að veita aðhald, það er fráleitt að tala um þetta sem tækifærismennsku. Það ber vott um rökþrota ríkisstjórn. Af hverju svarar [Katrín] þessu ekki málefnalega?“ Hún segir verkefni ríkisstjórnarinnar enn mörg. Gera þurfi áætlun um næstu skref með tilliti til annarra þátta en ferðaþjónustu. „Eitt verkefni er að verjast veiruna og það hafa sóttvarnayfirvöld gert vel en hitt verkefnið eru öll afleidd verkefni, það er að segja, opnun og lokun landsins, opnun og lokun skólanna, menningarmiðstöðva, íþróttastarfs, hjúkrunarheimila og svo framvegis.“ „Það er þetta sem við höfum kallað eftir að fá upplýsingar um. Hvað sjáið þið fyrir ykkur að þetta komi til með að gera og hvaða áhrif mun þetta hafa á aðra þætti?“ Horfa þurfi til annarra þátta, til að mynda geðheilsu almennings. „Þetta getur valdið miklum kvíða og andlegri vanlíðan að missa vinnuna, búa við svona mikla óvissu og loka á öll samskipti við íbúa til dæmis íbúa hjúkrunarheimila,“ segir Helga Vala. Kannast ekki við hagrænt mat sem forsætisráðherra segir hafa verið gert Þá þurfi einnig að greina hvaða áhrif lokanir skóla muni hafa í lengri tíma. „Hvaða áhrif munu lokanir háskóla og framhaldsskóla, sem ekki fá undanþágu, hafa á menntunarstig þjóðarinnar eftir til dæmis fimm ár. Hversu margir munu skila sér inn í fjarnám núna? Hversu margir munu hætta? Þessar greiningar vantar og við höfum kallað eftir þessu allan tímann.“ Hún segir þetta óboðlegt. „Þessi greining á hagrænum áhrifum, lýðheilsu, áhrifum á aðra hópa vantar. Það hefur allt miðast við ferðaþjónustuna. Hvað með listamenn, íþróttafólk, önnur fyrirtæki, heilsu landsmanna, unga fólkið, börn og fjölskyldur?“ Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu í morgun nefndi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það að ríkisstjórnin hafi látið gera hagræna greiningu í vor við undirbúning landamæraskimunar. Helga Vala segist ekki kannast við að þessi greining hafi nokkurn tíma verið gerð. „Hún hefur aldrei leyft okkur að sjá umrætt mat ef það er til. Ég veit að stjórnarþingmenn hafa heldur ekki fengið að sjá það. Ef svo er veit ég ekki hverjir hafa yfir höfuð fengið að sjá þetta mat,“ segir Helga Vala. Uppfært 14:08: Forsætisráðuneytið bendir á að greinargerð hafi verið unnin um efnahagsleg sjónarmið við losun ferðatakmarkana. Sú greinargerð hafi verið birt 2. júní síðastliðinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Atvinnumál – mál málanna Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. 11. ágúst 2020 07:30 Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13
Atvinnumál – mál málanna Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. 11. ágúst 2020 07:30
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45