Tilslakanir í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:33 Frá fundi dagsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Una Hildardóttir. vísir/egill Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira