Sá mikilvægasti í NBA-deildinni sendur í sturtu fyrir að skalla andstæðing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 12:30 Moritz Wagner heldur upp andlitið eftir að Giannis Antetokounmpo hafði skallað hann. Giannis Antetokounmpo sést fyrir aftan mjög ósáttur. AP/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020
NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira