Hver er þessi Kamala? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 11:30 Joe Biden og Kamala Harris, forseta og varaforsetaefni Demókrata. AP Photo/David J. Phillip Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira