Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. ágúst 2020 12:26 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, segir úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna hafa haft gögnin til meðferðar. stöð 2 Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31