Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2020 13:52 Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum. Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum.
Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira