Íslenski boltinn

Félagi Djair úr West Ham klár í slaginn með Fylki

Sindri Sverrisson skrifar
Djair Parfitt-Williams hefur vaxið ásmegin í búningi Fylkis og nú er félagi hans einnig mættur í Árbæinn.
Djair Parfitt-Williams hefur vaxið ásmegin í búningi Fylkis og nú er félagi hans einnig mættur í Árbæinn. vísir/hag

Enski knattspyrnumaðurinn Michael Kedman er orðinn gjaldgengur með liði Fylkis í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hann getur spilað með liðinu gegn ÍA á laugardaginn.

Kedman kemur til Fylkis eftir að hafa síðast spilað í spænsku D-deildinni með liði Tres Cantos en þar áður var þessi 23 ára leikmaður í belgísku C-deildinni með Patro Eisden.

Kedman er örvfættur bakvörður en getur einnig leikið framar á vellinum. Hann hefur æft með Fylki síðustu vikur, eftir að hafa lokið sóttkví, en hann var án félags og í heimsókn hjá vini sínum Djair Parfitt-Williams þegar Fylkir ákvað að fá hann til æfinga.

Djair hefur skorað tvö mörk fyrir Fylki í sumar en þeir Kedman voru saman í unglingaakademíu enska knattspyrnufélagsins West Ham á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×