Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:34 Íbúar Flórída með grímur. Getty/Paul Hennessy Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira