Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2020 14:58 Fótboltinn byrjar aftur að rúlla á morgun en leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56