Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira