Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 07:35 Skemmtistaðurinn b5 í Bankastræti hefur þurft að segja upp öllu sínu starfsfólki vegna rekstrarörðuleika. Vísir/Vilhelm Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. Faraldurinn hefur farið illa með rekstur staðarins og hefur ekki verið hægt að greiða leigu fyrir húsnæðið síðastliðna þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, segir að fyrirtækið hafi klárað alla sína sjóði og að hann hafi sjálfur lagt til fjármagn í reksturinn. Nú þurfi hann að meta hvort það sé þess virði að hann haldi „áfram að ausa fjármunum inn í eitthvað svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ sagði Þórður í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í mars og hafa tilslakanir á samkomubanni lítið hjálpað en skemmtistaðir hafa þurft að loka fyrir miðnætti alla daga og eins og er kunnugt hefur helsta tekjulind þeirra verið að skemmta fólki eftir miðnætti um helgar. Innkoman hefur því að sögn Þórðar verið sáralítil. Sjá einnig: Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Þórður hefur áður gagnrýnt fasteignafélagið Eik sem hækkaði leiguna á b5 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og er hún nú 3,5 milljónir á mánuði. Þórður gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og segir ekki nóg vera gert fyrir fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyldað til að taka líka á sig byrðarnar?“ spyr Þórður. Í kjölfar þess að fjallað var um rekstrarörðuleika b5 fyrr í sumar sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali að þeir rekstraraðilar sem hafi þurft að loka rekstri vegna opinberra tilskipana ættu að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning ríkisins vegna þess. Ekkert hefur þó bólað á slíkum aðgerðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. 9. ágúst 2020 22:27
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29