Áskorun frá KSÍ: Allt samfélagið horfir til okkar og fylgist með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 08:45 Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á ný í kvöld og Beitir Ólafsson og félagar í KR mæta þá FH. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð