Maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 13:00 Ólafur Karl Finsen með Stjörnunni í leiknum fræga fyrir tæpum sex árum og Ólafur Karl í FH-treyjunni. Mynd/Samsett/S2/FH Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira