Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 10:30 Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir þá sem segja All Lives Matter. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“ Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“
Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent