Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 10:30 Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir þá sem segja All Lives Matter. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“ Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“
Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira