Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 18:38 Félögin segjast jafnframt bjóða fram krafta sína og sérþekkingu til að hjálpa til við lausn þessa vanda. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30