Handbolti

Landin segir Dana klára í slaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Niklas Landin og samherjar hans.
Niklas Landin og samherjar hans. vísir/getty

Niklas Landin, markvörður og fyrirliði danska landsliðsins í handbolta, segir að Danir séu klárir í slaginn fyrir EM.

Danska liðið hefur spilað vel í aðdraganda EM. Liðið hafði betur gegn bæði Noregi og Frakklandi í Gulldeildinni svokölluðu sem er æfingamót haldið í janúar hvert ár.

Danir eru í riðli með okkur Íslendingum og mætast liðin einmitt í fyrsta leiknum á laugardag.

„Mér finnst við líta vel út. Þetta voru tveir mjög góðir æfingaleikir fyrir okkur,“ sagði Landin við TV2 Sport í Danmörku.







„Við spiluðum gegn tveimur af bestu þjóðum í heimi og unnið þau bæði. Við höfum líka ekki spilað á fáum mönnum.“

„Við höfum prufað fullt af leikmönnum,“ en ásamt Íslandi og Danmörku eru Ungverjar og Rússar í riðlinum.

Riðillinn fer fram í Malmö en Danir eru bæði heims- og Ólympíumeistarar. Þeir leita því eftir þriðja titlinum til að fullkomna hringinn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×