Álag meira en búist var við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 22:00 Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira