Erlent

Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan.

Ghosn var í stofufangelsi í Tókýó en liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir Nissan í eigin þágu. Hann flúði til Líbanons rétt fyrir áramót. Hann sagði í dag að meðferð sín í Japan hefði verið svívirðileg.

„Ég var yfirheyrður í allt að átta tíma á dag, án lögfræðinga minna, mánuðum saman án þess að mér hafi verið gert grein fyrir ásökununum. Sömuleiðis án nokkurs aðgangs að sönnunargögnum sem áttu að réttlæta þessa svívirðilegu meðferð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×