Atlaga gegn lífríki Íslands Ingólfur Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2020 15:00 Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun