Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2020 14:21 Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. vísir/vilhelm Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30