Enski boltinn

Aðgerð Pogba gekk vel: „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba þarf fjórar vikur til að ná sér góðum eftir aðgerðina.
Paul Pogba þarf fjórar vikur til að ná sér góðum eftir aðgerðina. Getty/Robbie Jay Barratt

Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina.

Paul Pogba kom á samfélagsmiðla rétt eftir aðgerðina sína og sagði fréttir af stöðu mála af sjúkrabeði sínu. Hann var greinilega enn undir áhrifum svæfingarinnar og/eða verkjalyfja og úr varð frekar fyndið myndband.

Paul Pogba fór undir hnífinn í gær en þar var reynt að laga ökklann hans sem hefur verið til vandræða allt þetta tímabil. Aðgerðin heppnaðist vel en franski miðjumaðurinn verður frá næstu fjórar vikur vegna hennar.

Pogba hefur aðeins náð að spila átta leiki með Manchester United á þessu tímabil og endurkoma hans í desember var stutt gaman.



„Ég veit ekki hvort að ég sé í lagi eða hvort ég undir áhrifum eða allsgáður. Ég lít ekki út fyrir að vera allsgáður og ekki spyrja mig hvernig aðgerðin gekk því ég veit það ekki,“ sagði Paul Pogba í sögu á Instagram.

„Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi og það eru góðar fréttir,“ sagði Pogba.

„Ég er ennþá brosandi eftir aðferðina og er lánsamur. Ég er enn á lífi og allt gekk vel. Þeir gáfu mér eitthvað, ég veit ekki hvað það var en mér líður vel,“ sagði Pogba.

„Fólk er að segja að ég líti út fyrir að vera drukkinn en ég drakk ekkert alkóhól. Þeir létu mig fá eitthvað í hendina og sögu mér að slaka á en þau töluðu mjög góða frönsku,“ blaðraði Pogba.

Pogba eyddi seinna þessu myndbandi af reikningi sínum og skipti því út fyrir annað þar sem hann virtist vera í áfalli að hafa ekki munað eftir að taka upp hitt myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×