Fíknistríðið Jónína Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2020 09:00 Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rómur Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun