Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:02 Harvey Weinstein kemur til réttarhaldanna í New York. vísir/epa Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. Dagurinn í dag hófst ekki beint á ljúfu nótunum þar sem dómarinn í málinu, James Burke, lét Weinstein heyra það vegna þess að hann notaði síma sinn í réttarsalnum. Raunar hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Að því er fram kemur í frétt Guardian um málið skeytir dómarinn ekki oft skapi. Svo virðist sem honum hafi hins vegar verið nóg boðið þar sem Weinstein hafði fengið mörg tilmæli um að hann mætti ekki nota símann í réttarsalnum. „Herra Weinstein, ég get ekki grátbeðið þig meira um að svara ekki símanum. Er það virkilega svona sem þú vilt enda í fangelsi það sem eftir lifir ævi þinnar, fyrir að senda textaskilaboð þvert á dómsúrskurð?“ sagði Burke. „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna“ Hann sagði svo við aðallögmann Weinstein, Arthur Aidala, að ef Weinstein yrði aftur gripinn við að nota símann myndi hann fella úr gildi tveggja milljóna dollara trygginguna. „Ég ráðlegg þér að taka síma Weinstein áður en þið komið í réttarsalinn og setja hann í skjalatösku þína. Mér skilst að hann hafi afhent símann sinn en svo var hann með tvo aðra síma á sér,“ sagði dómarinn. Þegar það leit út fyrir að Weinstein ætlaði að segja eitthvað lét Burke hann áfram heyra það: „Ég legg til að þú nýtir þér rétt þinn til að þegja núna.“ Verjendur Weinstein mótmæltu þessum orðum dómarans og sögðu skjólstæðing sinn ekki njóta sanngjarnar meðferðar. New York-ríki höfðar málið gegn Weinstein sem er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi og í gær var greint frá því að ákæra um nauðgun og kynferðisbrot hefði einnig verið gefin út á hendur honum í Los Angeles.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37