Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 14:21 Biden skautaði algerlega fram hjá því að hann studdi Íraksstríðið á sínum tíma þegar hann ræddi við kjósanda í Des Moines í Iowa á laugardag. AP/Charlie Neibergall Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira