Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira