Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:00 Shaquill Griffin hjá Seattle Seahawks fagnar sigri á heimavelli Philadelphia liðsins í gær. Getty/Rob Carr Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC) NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC)
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Sjá meira