Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 19:15 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45