Telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt til lengdar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 14:00 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“ Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira