Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:30 Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. Fram kom í fréttum í gær að deildin sé yfirfull og fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum. Þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu ár geti bráðamótttakan ekki tekið við þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Þá geti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum verði hópslys. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu og ríkisstjórnir síðustu ára. Starfsfólk þarna hefur hlaupið alveg ofboðslega ekki síst eftir hrun þegar allir þurftu að leggja meira á sig. Svo er bara ákveðið sem hægt er að leggja á starfsfólkið sem er að gera sitt allra allra besta,“ segir Helga. Það hafa ekki allir verið á eitt sáttir um hvað valdi þessari stöðu, til að mynda hefur heyrst að um sé að ræða skipulagsvanda á Landspítalanum. Helga Vala segir það ekki rétt. „Ég vil meina að þetta sé skipulagsvandi hjá ríkisstjórninni sem ákveður að svelta heilbrigðisstofnanir. Þau tala alltaf um að það sé verið að setja meira og meira fjármagn til Landspítalans á sama tíma og ekki er verið að svara kröfum sem eru víða um samfélagið um aukið fjármagn þar. Við þurfum fyrst og fremst núna að losa stífluna á bráðamóttökunni á Fossvogi og ég myndi ekki vilja vera ráðherra í ríkisstjórn verði stórslyss þar,“ segir Helga Vala. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. Fram kom í fréttum í gær að deildin sé yfirfull og fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum. Þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu ár geti bráðamótttakan ekki tekið við þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Þá geti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum verði hópslys. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu og ríkisstjórnir síðustu ára. Starfsfólk þarna hefur hlaupið alveg ofboðslega ekki síst eftir hrun þegar allir þurftu að leggja meira á sig. Svo er bara ákveðið sem hægt er að leggja á starfsfólkið sem er að gera sitt allra allra besta,“ segir Helga. Það hafa ekki allir verið á eitt sáttir um hvað valdi þessari stöðu, til að mynda hefur heyrst að um sé að ræða skipulagsvanda á Landspítalanum. Helga Vala segir það ekki rétt. „Ég vil meina að þetta sé skipulagsvandi hjá ríkisstjórninni sem ákveður að svelta heilbrigðisstofnanir. Þau tala alltaf um að það sé verið að setja meira og meira fjármagn til Landspítalans á sama tíma og ekki er verið að svara kröfum sem eru víða um samfélagið um aukið fjármagn þar. Við þurfum fyrst og fremst núna að losa stífluna á bráðamóttökunni á Fossvogi og ég myndi ekki vilja vera ráðherra í ríkisstjórn verði stórslyss þar,“ segir Helga Vala.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira